Blue Lagoon bikarinn í sundi fatlaðra fer fram laugardaginn 13. júní næstkomandi í Laugardalslaug. Fjörður frá Hafnarfirði á titil að verja en Hafnfirðingar hafa unnið bikarinn síðustu sjö ár í röð! Tekst einhverjum að velta þeim af stalli sínum þetta sumarið?
Blue Lagoon bikarinn var gefinn af Bláa Lóninu og fyrst keppt um hann sumarið 2013 þar sem Fjörður bar sigur úr býtum en það sumar fór bikarmótið fram á Akureyri. Fjörður er eina félagið sem unnið hefur Blue Lagoon bikarinn til þessa og því forvitnilegt að sjá hvort nýtt nafn berji sér leið inn á bikarinn þetta sumarið.
Upphitun á keppnisdegi hefst kl. 14 og keppni kl. 15 en þegar hafa skráningargögn verið send til aðildarfélaga ÍF.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu ÍF á if@ifsport.is eða í síma 51440480.