Thelma komin yfir 200 Íslandsmet!


Thelma Björg Björnsdóttir, Thelma komin yfir 200 Íslandsmet! Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, setti sitt tvö hundruðasta Íslandsmet í Berlín á dögunum og fell það í 100 metra baksundi. Ferlið hófst 29. janúar 2010 á Reykjavíkurmeistarmóti í 400 metra skriðsundi og síðan eru komin 203 til viðbótar.

Thelma Björg hefur haft mikla gæfu í þessu ferli og fjórir þjálfarar komið að ferlinu þó mest Erlingur heitinn Jóhannsson og Tomas Hajek félagsþjálfarar hennar en að auki Kristín Guðmundsdóttir og Ingi Þór Einarsson landsliðsþjálfarar ÍF. Markmiðasetning hefur alltaf verið á hreinu hjá henni og unnið að þeim á öllum tímum. Óskum við henni til hamingju með þennan árangur.

Mynd og frétt af heimasíðu ÍFR: Thelma Björg með sundhettu Elanor Simmonds Ólympíu- og heimsmeistara í 400 metra skriðsundi sem hún fékk að gjöf í Berlín 2015.