Eva og Halldór til liðs við stjórn ÍF



Sveinn Áki endurkjörinn á þingi ÍF

Sautjánda Sambandsþingi Íþróttasambands fatlaðra er lokið en þingið fór fram að Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík í dag. Sveinn Áki Lúðvíksson var endurkjörinn formaður ÍF og þá komu ný inn í varastjórn þau Halldór Sævar Guðbergsson og Eva Þórdís Ebenezardóttir. Samhliða þessu létu þau Ólafur Þór Jónsson og Margrét Geirrún Kristjánsdóttir af stjórnarstöfum hjá ÍF en eins og áður hefur komið fram hlaut Ólafur Þór æðsta heiðursmerki ÍF og var gerður að heiðursfélaga sambandsins. Þá hlaut Margrét gullmerki ÍF.

Ný stjórn ÍF sem starfar kjörtímabilið 2015-2017:

Sveinn Áki Lúðvíksson - formaður
Þórður Árni Hjaltested - varaformaður
Jóhann Arnarson
Matthildur Kristjánsdóttir
Guðlaugur Ágústsson

Varastjórn

Jón Heiðar Jónsson
Eva Þórdís Ebenezardóttir
Halldór Sævar Guðbergsson

Mynd/ Jón Björn - Eva Þórdís og Halldór Sævar við þinglok á Radisson Blu hóteli Sögu.