Camilla sæmd heiðurskrossi ÍSÍ


Camilla Th. Hallgrímsson fyrrum varaformaður Íþróttasambands fatlaðra var um síðastliðna helgi sæmd heiðurskrossi ÍSÍ á íþróttaþingi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Camilla var stjórnarmaður hjá ÍF 1990-2011 og vann mikið fyrir ÍF að málefnum fatlaðra barna og unglinga.

Camilla var m.a. fararstjóri á nokkrum Norrænum barna- og unglingamótum auk þess að vera einn aðalskipuleggjenda mótsins þegar það fór fram hérlendis sumarið 2007. Camilla var einnig varaformaður ÍF og staðgengill formanns og kom fram fyrir hönd sambandsins á fjölmörgum viðburðum bæði hér innanlands sem og erlendis.

Íþróttasamband fatlaðra óskar Camillu innilega til hamingju með vel verðskuldaða heiðursveitingu.

Mynd/ Jóhann Arnarson - Camilla með heiðurskrossinn við síðasta íþróttaþing ÍSÍ.