
Rudy Garcia-Tolson notar gervifætur og hlaupafætur frá Össuri og hefur tekið þátt í þremur Paralympics ásamt því að hafa tekið þátt í Ironman-keppnum. Báða fæturna vantar á Rudy, en þeir voru teknir af ofan við hné eftir 15 árangurslausar aðgerðir vegna margvíslegra fæðingargalla þegar hann var aðeins 5 ára.
Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Rudy vakið mikla athygli vestanhafs fyrir árangur sinn og meðal annars verið gestur í þætti Oprah Winfrey og var hann valinn einn af 20 einstaklingum sem munu geta breytt heiminum af tímaritinu Teen People Magazine. Hann nýtir krafta sína til að hvetja aðra fatlaða áfram og hefur ferðast víðsvegar um Bandaríkin til að hvetja fötluð ungmenni til dáða.
Rudy hefur sagt í viðtölum að hann upplifi það oft að fólk segi honum að hann gæti ekki hitt eða þetta, en íþróttirnar hafa hjálpað honum að átta sig á eigin styrkleika; „Ég er í raun þakklátur fyrir að vera aflimaður, ef ég væri með fætur myndi ég vafalaust ekki hafa sama drifkraft til að gera það sem ég geri.“
Allir velkomnir - þetta er fyrirlestur sem þú mátt ekki missa af!
Þriðjudagur 14. apríl
Íþróttamiðstöðin í Laugardal
3. hæð, E-salur
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu ÍF í síma 5144080
Þriðjudagur 14. apríl
Íþróttamiðstöðin í Laugardal
3. hæð, E-salur
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu ÍF í síma 5144080