Ingvar Valgeirs og Hlynur Ben munu stýra Lokahófi ÍF sunnudaginn 12. apríl næstkomandi en hófið fer fram í Gullhömrum í Grafarvogi. Ingvar lofar suddalegu stuði að eigin sögn:
„Hlynur er mesti stuðbolti í geimnum en með okkur verða Binni bassaleikari og Ellert trommari. Binni hefur t.d. spilað með Dalton og Múgsefjun og þið hafið örugglega heyrt í honum í útvarpinu nýlega. Ellert heitir trommarinn, hann hefur starfað frá 15 ára aldri við þetta, spilað t.d. mikið á skemmtiferðaskipum um allar jarðir - eða frekar um öll höf. Það er djobb sem hentar engum nema 100% fagmönnum. Svo hefur hann líka spilað sem trúbador, því hann er ekki bara fyrirtaks trommari, heldur líka tónlistarmaður.
Við höfum verið sem hljómsveit að spila saman í c.a. eitt og hálft ár og lofum alveg suddalegu stuði,“ sagði Ingvar. Fyrir þá sem eiga eftir að ganga frá miðapöntunum á lokahófið þá getið þið haft samand við if@ifsport.is eða við skrifstofu ÍF í síma 5144080.
Hægt verður að sækja miða vegna lokahófs ÍF í Gullhömrum 12. apríl í Kaplakrika hjá veitingasölunni. Miðarnir verða afgreiddir á laugardag 11. apríl milli kl. 12 og 13 og á sunnudag 12. apríl milli kl. 12 og 13. Guðlaugur Ágústsson stjórnarmaður hjá ÍF mun sjá um afgreiðslu miðanna í Kaplakrika um helgina.