Tímasetningar Íslandsmótsins og lokahófið í Gullhömrum



Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia, borðtennis, frjálsum íþróttum og lyftingum fer fram helgina 10.-12. apríl næstkomandi. Keppni í boccia, frjálsum og lyftingum fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði en keppni í borðtennis fer fram í Íþróttahúsi ÍFR að Hátúni í Reykjavík. Lokahóf Íslandsmótsins fer svo fram í Gullhömrum í Grafarvogi þar sem húsið verður opnað kl. 18:00 sunnudagskvöldið 12. apríl.

Tímaseðill Íslandsmótsins

Föstudagur 10. apríl

Frjálsar íþróttir – Kaplakriki – upphitun kl. 18 og keppni kl. 19

Laugardagur 11. apríl
Boccia – Kaplakriki – 9.30 fararstjórafundur – 10:30 mótssetning – 11:00 keppni hefst
Lyftingar – Kaplakriki – 11:00 vigtun – 13:00 keppni hefst
Borðtennis – Íþróttahús ÍFR – keppni hefst kl. 11:00

Sunnudagur 12. apríl
Boccia 11:00-15:00
Lokahóf ÍF í Gullhömrum í Grafarvogi – húsið verður opnað kl. 18:00.

Lokahófið 12. apríl
Eins og áður segir verður húsið opnað kl. 18:00 og borðhald hefst kl. 19. Verð á mann er kr. 7000. Veislustjórar verða þeir Ingvar Valgeirsson og Hlynur Ben.

Matseðill

Forréttur

Asparssúpa með nýbökuðu brauði

Aðalréttur
Hægeldað nautafillet með kartöflubátum,grænmeti og rjómalagaðri piparsósu.

Eftirréttur
Sukkulaðifrauð með ferskum berjum og vanillurjóma.

Mynd/ Eik er ríkjandi Íslandsmeistari í 1. deild í sveitakeppni í boccia.