Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 50m laug fór fram í Laugardalslaug um síðastliðna helgi. Alls féllu tíu ný Íslandsmet á mótinu, fimm einstaklingsmet og fimm met í boðsundi. Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra er komu að mótinu og stóðu fyrir öflugri framkvæmd. Að þessu sinni áttu ekki allir kost á því að sækja mótið sökum veðurofsans en ákveðið var að halda mótinu til streitu þar sem það hafði alþjóðlega vottun og töluvert að segja af þeim sökum fyrir t.d. afrekssundmenn úr röðum fatlaðra.
Myndasafn frá mótinu - Sverrir Gíslason
Íslandsmet í boðsundi og einstaklingsgreinum:
Íslandsmót ÍF 14. – 15. mars Sundlaug Laugardals
Thelma Björg Björnsdóttir SB5 50 bringusund 0:56,55 14/03/15
Vaka Þórsdóttir S11 100 baksund 2:05,63 14/03/15
Thelma Björg Björnsdóttir SB5 100 baksund 1:57,09 14/03/15
Vaka Þórsdóttir S11 50 baksund 1:00,33 15/03/15
Thelma Björg Björnsdóttir SB5 100 bringusund 2:00,97 15/03/15
Boðsund:
Fjörður - kvk S14 4*100 fjórsund 6:01,46 14/03/15
Kristín Á. Jónsdóttir/Kolbrún Alda Stefánsdóttir/Aníta Ósk Hrafnsdóttir/Þóra M. Fransdóttir.
Fjörður - kk S14 4*100 fjórsund 5:39,08 14/03/15
Ragnar Ingi Magnússon/Adrian Erwin/Róbert Ísak Jónsson/Ásmundur Þ. Ásmundsson
Fjörður - kk S14 4*100 frjáls aðferð 4:57,15 15/03/15
Ragnar Ingi Magnússon/ Ásmundur Þ. Ásmundsson/Adrian Erwin/Róbert Ísak Jónsson
Fjörður – blandað S14 4*50 frjáls aðferð 2:03,45 15/03/15
Ragnar Ingi Magnússon/Kolbrún Alda Stefánsdóttir/Aníta Ósk Hrafnsdóttir/Róbert Ísak Jónsson
ÍFR - blandað Max 34 stig 4*50 frjáls aðferð 3:03,74 15/03/15
Sonja Sigurðardóttir/Guðmundur H. Hermannsson/Vignir Gunnar Hauksson/ Thelma Björg Björnsdóttir