Þá er lokakeppnisdagurinn á heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum runninn upp. Jóhann Þór Hólmgrímsson, Akur, mun taka þátt í lokagrein mótsins en svigkeppnin fer þá fram í dag og seinna í kvöld lokahátíð mótsins.
Svigkeppnin hefst kl. 10:00 að staðartíma (fyrri ferð) eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Jóhann verður með rásnúmer 99.
IPC (Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra) sýnir beint frá mótinu hér
Mynd/ Kurt Smitz - Frá opnunarhátíð HM í alpagreinum á dögunum þar sem Jóhann var fánaberi Íslands.