Jóhann hefur keppni í dag!



Jóhann Þór Hólmgrímsson, Akur, hefur keppni í dag á heimsmeistaramótinu í alpagreinum þegar hann keppir í stórsvig í flokki sitjandi karla. Þar með verður Jóhann fyrstur Íslendinga til þess að keppa í alpagreinum fatlaðra á heimsmeistaramóti!

Keppnin í stórsvigi hefst kl. 10:00 að staðartíma úti í Panorama í Kanada eða kl. 16:00 að íslenskum tíma en 30 keppendur eru skráðir til leiks í flokki Jóhanns.

Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni á netinu hjá IPC