Jóhann kominn til Panorama



HM fatlaðra í alpagreinum til 10. mars

Heimsmeistaramót fatlaðra í alpagreinum er hafið í Panorama í Kanada. Ísland á einn keppanda á mótinu en það er Jóhann Þór Hólmgrímsson, Akur, sem keppir í mono-skíðastól. Með Jóhanni í för til Kanada er þjálfari hans Kurt Smitz. Með þátttöku sinni í mótinu verður Jóhann Þór fyrstI íslenski karlmaðurinn sem tekur þátt í heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum!

Mótið var sett í gærkvöldi og stendur til 10. mars. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á netinu.

Ekkert verður keppt í dag en fyrsta keppni er á morgun í bruni. Jóhann keppir í svigi og stórsvigi, hans fyrsti keppnisdagur er 8. mars þegar hann keppir í stórsvigi og lokagrein hans fer fram á síðasta keppnisdegi mótsins, 10. mars, en þá keppir Jóhann í svigi.

Keppnisdagskrá mótsins