Hulda Sigurjónsdóttir setti á dögunum nýtt Íslandsmet í kúluvarpi kvenna þegar hún tók þátt í Meistaramóti Íslands. Hulda sem keppir í flokki F20 (flokki þroskahamlaðra) varpaði kúlunni 9,42 metra.
Á meðal eldri meta sem Hulda hefur átt í kúluvarpinu innanhúss er 8,88 metrar og því óhætt að segja að Hulda sé á siglingunni þessi dægrin.
Kastsería Huldu á meistaramótinu: 8,80 - 9,21 - 8,80 - 9,31 - 9,42 - X