Kristín Þorsteinsdóttir, sundkona í Íþróttafélaginu Ívari á Ísafirði var kjörinn íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2014 í hófi sem fram fór í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á dögunum. www.bb.is greinir frá.
Á heimasíðu BB segir einnig:
Kristín var einnig valin íþróttamaður ársins 2013 og Ísfirðingar geta verið stoltir af að hafa þessa afrekskonu innan sinna raða. „Það er markmið hjá henni og þjálfaranum, Svölu Sif Sigurgeirsdóttur, að setja heimsmet,“ segir Sigríður Hreinsdóttir, móðir Kristínar. „Þær eru að fara á landsliðsæfingu um næstu helgi og vonast eftir að geta lært þar, hvernig best er að nýta litlu sundlaugina hérna fyrir tækniæfingar. Kristín hagar lífi sínu eins og íþróttamanneskja. Hún fer á sundæfingar tvisvar í viku, og svo þrekæfingu, full af elju og áhuga og ótrúlega öguð. Og það var ólýsanlegt að sjá andlitið á henni þegar hún áttaði sig á því að hún hefði verið valin íþróttamaður ársins,“ segir Sigríður stolt.
Nánar á www.bb.is