Jóhann fer á heimsmeistaramótið í Panorama


Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson, frá Akri á Akureyri, verður á meðal þátttakenda á heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum sem fram fer í Panorama í Kanada dagana 1.-10. mars næstkomandi.

 

Jóhann dvelur þessi misserin í Winter Park í Colorado í Bandaríkjunum við æfingar og undirbúning fyrir mótið. Jóhann varð í mars á síðasta ári fyrstur íslenskra karlmanna til þess að keppa í alpagreinum fatlaðra á Winter Paralympics sem fram fóru í Sochi í Rússlandi.

 

Í Panorama mun Jóhann keppa í svigi og stórsvigi, sömu greinum og hann tók þátt í Rússlandi.