Jóhann byrjar árið vel í Bandaríkjunum



Keppnisárið 2015 er hafið hjá Jóhanni Þór Hólmgrímssyni í Bandaríkjunum. Hann dvelur þessi misserin í Winter Park í Colorado við æfingar í alpagreinum í flokki sitjandi keppenda. Jóhann tók þátt IPCAS móti í Winter Park á dögunum þar sem hann hafnaði m.a. í 5. sæti í Super Combined keppni karla en Jóhann er félagsmaður hjá Akri á Akureyri.

Jóhann tók þátt í þremur greinum, náði ekki að ljúka keppni í stórsvigi, varð fimmti í keppni í Super Combined með magnaða ferð í svighluta keppninnar og hafnaði svo í 8. sæti í keppni í Super G.

Úrslit Jóhanns á mótinu í Winter Park

Super Combined (Super G og svig)

5. sæti (1:23,16 mín í Super G og 53,60 sek í svigi)

Super G
8. sæti - 1:18,10 mín

Stórsvig
Náði ekki að ljúka keppni

Í mars fer fram heimsmeistaramótið í alpagreinum í Panorama og skýrist það síðar í þessari viku hvort Jóhann verði þar á meðal þátttakenda.

Á Facebook-síðu Jóhanns er nú hægt að nálgast myndbönd af honum í keppninni í Winter Park