Í febrúar og mars munu Vetraríþróttanefnd Íþróttasambands fatlaðra, Hlíðarfjall, Vetraríþróttamiðstöð Íslands og Bláfjöll standa saman að tveimur námskeiðum. Það fyrra í Hlíðarfjalli 14.-15. febrúar og það seinna í Bláfjöllum dagana 7.-8. mars. Hér að neðan er nánari útlistun á námskeiðunum.
Námskeið 1
Hlíðarfjall 14. – 15. febrúar 2015
Námskeið ætlað þeim sem geta nýtt hefðbundinn skíðabúnað
Íslenskir leiðbeinendur ásamt Beth Fox frá NSCD
Námskeiðsgjöld kr. 15.000.-
Innifalið; lyftugjöld, búnaður, léttur hádegisverður kennsla og ráðgjöf
Skráningar og nánari upplýsingar; elsa@saltvik.is GSM 8642062
Greiða þarf staðfestingargjald og staðfesta forföll með fyrirvara
þar sem biðlistar hafa myndast á þessi námskeið
Námskeið 2
Bláfjöll 7. – 8. mars 2015
Námskeið fyrir hreyfihamlaða. Þeir fá lánað BI ski / Mono Ski
( skíði fyrir byrjendur og/eða lengra komna)
Íslenskir leiðbeinendur
Námskeiðsgjöld kr. 15.000.-
Innifalið; lyftugjöld, búnaður, léttur hádegisverður kennsla og ráðgjöf
Greiða þarf staðfestingargjald og staðfesta forföll með fyrirvara
þar sem biðlistar hafa myndast á þessi námskeið
Skráningar og nánari upplýsingar; elsa@saltvik.is GSM 8642062
Mynd/ Jóhann Þór Hólmgrímsson á ferðinni í Sochi en hann er einn þeirra sem ungur að árum hóf að sækja skíðanámskeiðin.