Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug þann 3. janúar síðastliðinn. Venju samkvæmt stóðu skátar úr Skátafélaginu Kópum heiðursvörð við mótið og skólahljómsveit Kópavogs lék fyrir mótsgesti á meðan keppendur hituðu upp. Illugi Gunnarsson mennta,- menningar, - og íþróttamálaráðherra var heiðursgestur við mótið og afhenti keppendum þátttökuverðlaun sem og sjálfan Sjómannabikarinn.
Að þessu sinni var það sundmaðurinn Davíð Þór Torfason úr Fjölni sem vann besta afrek mótsins og hlaut Sjómannabikarinn fyrir vikið. Davíð Þór er fyrsti Fjölnismaðurinn í sögu mótsins sem hlýtur bikarinn. Þess má geta að Jón Margeir Sverrisson hefur unnið Sjómannabikarinn eftirsótta en það gerði hann árið 2009 sem félagsmaður Aspar. Ragnar Friðbjarnarson er þjálfari Davíðs hjá Fjölni en þar þjálfar hann einnig Jón Margeir.
Þetta var í 32. sinn sem Nýárssundmót ÍF fyrir fötluð börn og ungmenni fer fram en það var fyrst haldið árið 1984 þar sem Sigrún Pétursdóttir vann Sjómannabikarinn fyrir besta afrek mótsins í 50m baksundi. Í ár var það Davíð Þór sem vann besta afrekið í 50m skriðsundi og hlaut hann 542 stig er hann synti á 29,77 sek.
Handhafar Sjómannabikarsins frá upphafi:
1984 Sigrún Pétursdóttir, ÍFR 50 m baksund alls 482 stig.
1985 Bára B. Erlingsdóttir, Ösp 50 m bringusund alls 493 stig.
1986 Sigrún H. Hrafnsdóttir, Ösp 50 m baksund alls 418 stig.
1987 Sigrún H. Hrafnsdóttir, Ösp 50 m skriðsund alls 517 stig.
1988 Gunnar Þ. Gunnarsson, ÍFS 50 m baksund alls 590 stig.
1989 Geir Sverrisson, UMFN 50 m bringusund alls 550 stig.
1990 Ólafur Eiríksson, ÍFR 50 m bringusund alls 570 stig.
1991 Birkir R. Gunnarsson, ÍFR 50 m bringusund alls 509 stig.
1992 Birkir R. Gunnarsson, ÍFR 50 m bringusund alls 581 stig.
1993 Birkir R. Gunnarsson, ÍFR 50 m bringusund alls 647 stig
1994 Birkir R. Gunnarsson, ÍFR 50 m bringusund alls 777 stig
1995 Hanna Kristín Jónsdóttir, ÍFH/Ægi 50 m baksund alls 756 stig
1996 Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, ÍFH/Ægi 50 m skriðsund alls 637 stig
1997 Haraldur Þór Haraldsson, ÍFR 50 m bringusund alls 756 stig
1998 Anna Rún Kristjánsdóttir, Óðni 50 m bringusund alls 546 stig
1999 Gunnar Örn Ólafsson, Ösp 50 m baksund alls 618 stig
2000 Gunnar Örn Ólafsson, Ösp 50 m baksund alls 809 stig
2001 Gunnar Örn Ólafsson, Ösp 50 m baksund alls 771 stig
2002 Jóna Dagbjört Pétursdóttir, ÍFR 50 m flugsund alls 514 stig
2003 Guðrún Sigurðardóttir, SH 50 m baksund alls 629 stig
2004 Guðrún Sigurðardóttir SH/ÍFR 50 m flugsund alls 547 stig
2005 Guðrún Sigurðardóttir SH/ÍFR 50 m skriðsund alls 528 stig
2006 Hulda H. Agnarsdóttir, Firði 50 m skriðsund alls 575 stig
2007 Karen B. Gísladóttir, S14 Firði 50 m skriðsund alls 727 stig