Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson tók þátt í opna breska meistaramótinu í 25 metra laug á dögunum þar sem kappinn setti nýtt heimsmet í 200 og 100 metra skriðsundi. Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra, IPC, hefur nú staðfest heimsmetin en Jón synti á 1:55.11 mín í 200 metra keppninni og 53,70 sek. í 100 metra keppninni.
Á heimasíðu IPC segir að árangur Jóns í 100 og 200 metra greinunum hafi fest hann enn betur í sessi sem alþjóðlega stjörnu í sundlauginni!
Árangur Jóns í Bretlandi:
100m flugsund - 59,85 sek. - Evrópumet
200m skriðsund - 1:55,11 mín. - Heimsmet
100m skriðsund - 53,70 sek. - Heimsmet
50m skriðsund - 24,39 sek.
Mynd/ Sverrir Gíslason - Jón gerir sig kláran fyrir átök í Bretlandi.