Vel heppnaður laugardagur í Eldborg



Styrktarbrunch Bláa Lónsins 2014

Laugardaginn 15. nóvember síðastliðinn fór styrktarbrunch Bláa Lónsins fram í Eldborg í Svartsengi við Bláa Lónið. Verkefnið fór nú fram í þriðja sinn eða síðan ÍF og Bláa Lónið gerðu með sér samstarfs- og styrktarsamning sem gildir fram yfir Ólympíumót fatlaðra í Ríó 2016.

Við brunch-inn var einnig kynning á þeim fjölbreytta búnaði sem íþróttamenn úr röðum fatlaðra nota við sínar íþróttir. Arna Sigríður Albertsdóttir sýndi handhjólið sitt, Arnar Helgi Lárusson var með kappaksturshjólastól sinn til sýnis og Pálmi Guðlaugsson sýndi þríhjólið sem hann notar í þríþrautarkeppnum.

Eins gaf að líta eldri græjur þarna sem Arnar Klemensson notaði á sínum tíma sem og stjaksleði Svans Ingvarssonar sem hann keppti á í Lillehammer er hann varð fyrstur Íslendinga til að keppa á Vetrarólympíumóti fatlaðra. Hér að neðan er rætt við Örnu, Arnar og Pálma um búnaðinn sinn ásamt svipmyndum frá Brunch-inum en þetta var einkar vel heppnaður og góður dagur við Bláa Lónið.