Átta met féllu á ÍM 25 hjá SSÍ
Íslandsmót Sundsambands Íslands í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síðustu helgi. Átt ný Íslandsmet í röðum fatlaðra litu dagsins ljós og fjögur þeirra í eigu Jóns Margeirs Sverrissonar. Auk hans á mótinu syntu þær Kolbrún Alda Stefánsdóttir og Aníta Ósk Hrafnsdóttir en þau þrjú eru einhverjir fremstu sundmenn úr röðum fatlaðra í flokki þroskahamlaðra (S14).
Íslandsmót SSÍ 14.-16. nóv Ásvallalaug Hafnarfj.
Jón Margeir Sverrisson SM14 200 fjórsund 2:17,18
Kolbrún Alda Stefánsdóttir SB14 100 bringusund 1:22,24
Kolbrún Alda Stefánsdóttir SM14 200 fjórsund 2:41,20
Jón Margeir Sverrisson SM14 200 fjórsund 2:15,44
Jón Margeir Sverrisson S14 50 baksund 0:29,73
Kolbrún Alda Stefánsdóttir SB14 200 bringusund 2:54,59
Aníta Ósk Hrafnsdóttir S14 800 frjáls aðferð 10:17,07
Jón Margeir Sverrisson S14 100 frjáls aðferð 0:53,41
Mynd/ Jón Margeir á EM í Hollandi síðasta sumar.