IPC 25 ára - The future of Paralympic Movement



Sir Philip Craven spenntur fyrir framtíðinni
 
Þetta árið fagnar Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) 25 ára afmæli sínu en þann 22. september tók hreyfingin til starfa í núverandi mynd. Í októberbyrjun stóð IPC að 25 ára fögnuði þar sem Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs voru viðstaddir.
 
Á þessum þriggja daga viðburði kenndi ýmissa grasa og framtíðarstefna IPC m.a. rædd og síðastliðin 25 ár gerð upp og hvað hefði þar helst borið á góma.
 
Í myndbandi sem frumsýnt var við hátíðina, sem nálgast má hér að neðan, stiklar Sir Philip Craven forseti IPC á stóru en hann er á sínu fjórða og síðasta kjörtímabili sem forseti. Þrátt fyrir að vera á sínu síðasta kjörtímabili lítur hann spenntur til framtíðar.