Nóg við að vera í Antverpen



Íslenska íþróttafólkið hefur í mörg horn að líta þessa dagana á Evrópuleikum Special Olympics sem fram fara í Antverpen í Belgíu.
 
Knattspyrnuliðið gerði 1-1 jafntefli við Króata í gær en máttu svo sætta sig við 3-1 ósigur gegn Lettum. Í dag leikur liðið sinn síðasta leik þegar það mætir Spánverjum.
 
Í frjálsum hefur gengið vel sem og í boccia en boccialiðið vann brons í fjögurra manna keppni og silfur náðist í liðakeppni karla og í liðkeppni kvenna hafnaði Ísland í 5. sæti.

Þá eignaðist Ísland sinn fyrsta badmintonmann á Special Olympics þegar Ómar Karvel Guðmundsson frá Ívari á Ísafirði keppti fyrir Íslands hönd.
 
Nánari fréttir má fá af gengi Íslands á Facebook-síðu ÍF og þá verður mótinu gerð rækileg skil í Hvata, tímariti ÍF, sem kemur út í desembermánuði.

Mynd/ ÍF: Ómar Karvel í badmintonkeppninni í Belgíu