Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra og Helga Steinunn Guðmundsdóttir, varaforseti ÍSÍ, heimsóttu á dögunum íslenska Special Olympics hópinn sem nú dvelur í Antverpen í Belgu þar sem Evrópuleikar Special Olympics fara fram.
Sveinn og Helga kynntu sér m.a. verkefnið Healthy Athletes á vegum Special Olympics. Alþjóðalionshreyfing Special Olympics styrkir verkefnið Healthy Athletes sem felur m.a. í sér skoðun á sjón og heyrn keppenda á leikum samtakanna. Keppendur fá gleraugu og heyrnartæki sé þörf á því. Í Belgíu styrkir Lionshreyfingin öll verkefni Healthy athletes sem eru í boði á leikum þar.
Fylgist nánar með íslenska hópnum á Facebook-síðu ÍF og Instagram