Tvö ár í Ríó



Síðastliðinn sunnudag voru nákvæmelga tvö ár þangað til Ólympíumót fatlaðra hefst í Ríó í Brasilíu. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ólympíumót fatlaðra mun fara fram í Suður-Ameríku.
 
Búist er við rúmlega 4000 íþróttamönnum frá tæplega 180 þjóðlöndum. Keppnisdagarnir verða 12 talsins og keppt í alls 23 íþróttagreinum. Íslenskir íþróttamenn úr röðum fatlaðra horfa vitaskuld til Ríó í sínum undirbúningi en áður en þangað verður haldið liggja fyrir Heimsmeistaramót á árinu 2015 og Evrópumeistaramót á árinu 2016 áður en Ólympíumótið sjálft fer fram.
 
Þegar hefur verið kynnt sjálfboðaliðaverkefnið tengt Ólympíuleikunum og Ólympíumótinu og er hægt að glöggva sig aftur á því hér.
 
Ríó - Get involved