Góður gangur hjá Pálma í þríþrautinni



Pálmi Guðlaugsson lætur deigan ekki síga en hann hefur verið iðinn við kolann í þríþrautinni upp á síðkastið. Pálmi keppti á tveimur mótum nýverið. Fyrra mótið var TT (time trial) keppni sem haldin var á Krísuvíkurvegi 27. ágúst og byggist á því að hjóla eins hratt og hægt er 7,2 km leið, eða eins og sagt er "þú á móti þér." Pálmi hjólaði þetta á 10 mín og 16 sek. Mesti hraði sem Pálmi náði var 50km/klst en meðalhraði var 40 km/klst.
 
Þann 30. ágúst keppti Pálmi í þríþraut í Reykjanesbæ sem bar nafnið Herbalife sprettþraut. Vegalengdin í þessari þraut var 400m sund, 10km hjól og 2,5km hlaup. Pálmi lauk keppni í 11. sæti af 18 keppendum í byrjendaflokki. Því má bæta við að Pálmi var eini  hreyfihamlaði keppandinn í þessari þraut. Sjá má úrslitin áwww.thriko.is/live/. Heilt yfir gekk þessi þraut mjög vel en Pálmi lauk henni á 54 mín og 26 sek. og náði markmiði sínu að klára þrautina á undir klukkutíma.

Fyrr í sumar birtum við einnig viðtal við Pálma í Hvata en viðtalið má nálgast hér.