Gerist þú sjálfboðaliði í Ríó?



Skráning er nú hafin fyrir sjálfboðaliða á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra 2016 sem fram fara í Ríó í Brasilíu. Næstkomandi sunnudag, 7. september, eru nákvæmlega tvö ár þangað til Ólympíumót fatlaðra hefst en það fer jafnan fram skömmu að Ólympíuleikunum loknum.
 
Skrá sig hér
 
Áætlað er að um 70.000 sjálfboðaliðar muni sinna hinum ýmsu störfum á meðan mótið fer fram. Um 45.000 verða við Ólympíuleikana og 25.000 við Ólympíumót fatlaðra. Skráningarfrestur er til 15. nóvember næstkomandi.
 
Nánar um málið