Matthildur sjötta í langstökki


Keppni í langstökki T37 var að ljúka þar sem Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR, hafnaði í sjötta sæti með lengsta stökk upp á 3,96 metra. Ekki vildi fjögurra metra múrinn gefa sig að þessu sinni en lengsta stökk Matthildar þetta árið er 4,08 metrar.

Hin rússneska Anna Sapozhnikova hafði sigur í keppninni á nýju Evrópumeti er hún stökk 4,46 metra. Heimsmetið í flokknum lifir enn góðu lífi síðan 2001 en það á hin ástralska Lisa Mcintosh en það stökk var 4,92 metrar.

Stökksería Matthildar í morgun:

3,96 - 3,38 - x - 3,86 - 3,69 - 1,73

Matthildur verður aftur á ferðinni á morgun, föstudaginn 22. ágúst er hún keppir í 400m hlaupi.

Mynd/ Jón Björn - Matthildur Ylfa í langstökkskeppninni í Swansea í morgun.