Arnar Helgi Lárusson tók í kvöld við bronsverðlaunum í flokki T53 á Evrópumeistaramótinu í Swansea. Í braut kom Arnar fimmti í mark við erfiðar aðstæður, talsverða rigningu og mótvind, en þegar öll kurl voru komin til grafar höfðu ítalskur og franskur keppandi verið dæmdir úr leik fyrir línubrot.
Arnar varð því þriðji af þeim keppendum sem gerðu löglega keppni á mótinu og fagnaði því sínum fyrstu verðlaunum á stórmóti.
Við þessar aðstæður voru allir keppendur í greininni talsvert frá sínu besta svo Íslandsmetin hjá Arnari í 100 og 200 metra hjólastólakappaskri geta sofið vært næstu nætur en miðað við ganginn í okkar manni verður það ekki lengi.
Mynd/ Arnar Helgi á palli ásamt Mickey Bushell sem tók silfrið og Frakkanum Pierre Fairbank.