Það er ekki oft sem skært og glansandi gull bíður við endann á þessu gamla og góða orðatiltæki en í morgun reyndist svo vera þegar íslenski hópurinn dreif sig á fætur í Swansea til þess að sjá Helga Sveinsson taka á móti gullverðlaununum og um leið Evrópumeistaratitlinum fyrir sigur sinn í spjótkasti F42.
Helgi hafði sigur í greininni í gær og er bæði heims- og Evrópumeistari um þessar mundir. Sigurkastið í gær reyndist 50,74 metrar. Stórglæsilegur árangur hjá Helga!
Mynd/ Jón Björn - Frá verðlaunaafhendingunni í morgun.