Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Swansea í Wales dagana 18.-23. ágúst næstkomandi. Ísland sendir þrjá keppendur á mótið en þeir eru Helgi Sveinsson, Ármann, Arnar Helgi Lárusson, Nes og Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR.
Hópurinn heldur áleiðis til Wales sunnudaginn 17. ágúst næstkomandi en opnunarhátíð mótsins fer fram mánudaginn 18. ágúst. Fyrsti keppnisdagur Íslands á mótinu er þriðjudagurinn 19. ágúst en þá keppir Helgi Sveinsson í spjótkasti. Helgi á lengsta kast ársins í flokki T42 en það er 51,83 m. og jafnframt Íslandsmet sem Helgi setti á móti fyrr í sumar í Nottwill í Sviss.
Keppnisdagskrá Íslands á EM:
19. ágúst
Helgi Sveinsson - spjótkast T42
20. ágúst
Arnar Helgi Lárusson - 100m hjólastólarace T53
21. ágúst
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir - langstökk T37
Arnar Helgi Lárusson - 200m hjólastólarace T53
22. ágúst
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir - 400m hlaup T37
Heimasíða EM í frjálsum - Swansea
Þjálfarar í ferðinni eru Kári Jónsson og Ásta Katrín Helgadóttir og fararstjóri Jón Björn Ólafsson.