Ísland hefur nú lokið þátttöku sinni á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Eindhoven í Hollandi. Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, átti síðasta sund íslensku sveitarinnar er hann varð sjötti í 200m fjórsundi. Jón kom í bakkann á 2:22,38 mín. sem er nokkuð fjarri Íslandsmeti hans, 2:18,79 mín.
Íslenski hópurinn kemur heim til Íslands á morgun vopnaður einum bronsverðlaunum sem eru í eigu Thelmu Bjargar Björnsdóttur, ÍFR, og einum gullverðlaunum og Evrópumeistaratitli í eigu Jóns Margeirs. Fjöldinn allur af Íslandsmetum lá einnig í valnum.
Mynd/ Sverrir Gíslason