Thelma fimmta á nýju Íslandsmeti



Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, hefur nú lokið keppni á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í Eindhoven en áðan hafnaði hún í 5. sæti í úrslitum í 100m skriðsundi á nýju Íslandsmeti sem var 1:24,09 mín. Glæsilegt mót að baki hjá Thelmu sem heldur heim með fjölda Íslandsmeta og ein bronsverðlaun í farteskinu! Til hamingju Thelma.

Á morgun keppa þau Jón Margeir, Kolbrún Alda og Aníta Ósk öll í 200m fjórsundi í flokki S14.

Mynd/ Sverrir Gíslason - Thelma Björg í 100m skriðsundi í Eindhoven.