Elín Fanney sigurvegari á minningarmóti Harðar




Hið árlega minningarmót Harðar Barðdal var haldið á púttvellinum við Hraunkot, mánudaginn 21. júlí sl. Þetta er í fimmta sinn sem mótið er haldið en það eru GSFÍ ( Golfsamtök fatlaðra) sem standa fyrir mótinu með það að markmiði að auka áhuga fatlaðra á golfíþróttinni.

Hörður Barðdal var ötull forvígismaður golfíþróttar fatlaðra á Íslandi og gegndi formennsku hjá GSFÍ til dauðadags. Þá var Hörður á meðal fyrstu afreksíþróttamanna landsins í röðum fatlaðra og fyrrum stjórnarmaður hjá Íþróttasambandi fatlaðra.

Þátttaka var góð og líkt og undanfarin ár ríkti mikil stemming á mótinu en alls voru um 40 einstklingar skráðir til leiks.
Veitt voru verðlaun í flokki fatlaðra og ófatlaðra og einnig var afhentur hvatningarbikar GSFÍ sem er farandbikar gefinn af dætrum Harðar Barðdal í minningu hans.

Úrslitin urðu eftirfarandi:

Fatlaðir.
1. Elin Fanney Ólafsdóttir
2. Bjarki Guðnason
3. Ingólfur Andrason
Elín og Bjarki voru jöfn og þurfti að grípa til bráðabana til að fá fram úrslit. Þar sigraði Elín á annari holu með einpútti.

Ófatlaðir.
1. Björk Birgisdóttir
2. Birna Bjarnþórsdóttir
3. Atli Guðbjörnsson
 
Hvatningabikar GSFÍ fyrir mestu framfari og bestu ástundun hlaut Sigurður Reynir Ármannsson