Brons og tæplega 9 sekúndna bæting hjá Thelmu



Fyrsta keppnisdegi á Evrópumeistaramóti fatlaða í sundi er lokið þar sem Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, landaði bronsverðlaunum í 400m skriðsundi í flokki S6 (hreyfihamlaðir). Thelma kom í bakkann á 6:03,67 mín. Thelma hafnaði í 3. sæti á eftir hinni úkraínsku Yelyzaveta Mereshko sem var á tímanum 5:35,08 mín. og gullið tók sunddrottning þeirra Englendinga, Eleanor Simmonds eða Ellie Simmonds sem var á tímanum 5:28,31 mín. en Simmonds hefur síðustu ár verið einn allra sterkasti sundmaðurinn í flokki S6.

Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður/SH, komst ekki í úrslit í 100m baksundi í flokki S14 (þroskahamlaðir) en hún synti á tímanum 1:21,62 mín. en Íslandsmet hennar er 1:20,02 mín. frá því í febrúar á þessu ári.

Þá var Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, einnig á ferðinni í dag í 100m baksundi í flokki S14 en hann hafnaði í 7. sæti á tímanum 1:09,94 mín. og bætti gamla tímann sinn um fimm sekúndubrot og því stendur Íslandsmet Gunnars Arnar Ólafssonar enn.

Annar keppnisdagur, 5. ágúst, þá er Thelma Björg ein á ferðinni er hún keppir í 100m bringusundi og 50m flugsundi.

Myndir frá fyrsta keppnisdegi

Mynd/ Sverrir Gíslason - Thelma Björg á verðlaunapalli í Eindhoven.