EM í Hollandi í beinni á netinu



Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi verður í beinni netútsendingu hjá Paralympicsport.tv en mótið fer fram dagana 4.-10. ágúst næstkomandi. Gert er ráð fyrir að næstum 400 sundmenn frá um 40 þjóðlöndum á mótinu sem fram fer í Pieter van den Hoogenband sundhöllinni.

Morgunhlutar munu hefjast kl. 09:00 að staðartíma eða kl. 07:00 að íslenskum tíma og síðdegishlutarnir hefjast kl. 17:00 eða 15:00 að íslenskum tíma.

Heimasíða EM fatlaðra í sundi: www.eindhoven2014.com