Tvö Íslandsmet komin í Berlín



Þrjár íslenskar frjálsíþróttakonur eru nú staddar á opna þýska meistaramótinu í Berlín í frjálsum fatlaðra. Gærdagurinn hafði tvö ný Íslandsmet í för með sér en Hulda Sigurjónsdóttir, Suðri, setti þá nýtt Íslandsmet í kringlukasti í flokki 20 er hún kastaði kringlunni 27,88 metra. Þar með bætti hún metið sitt frá Íslandsmóti ÍF þann 7. júní síðastliðinn sem var 26,88m.

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR, setti nýtt Íslandsmet í 100m hlaupi í flokki 37 er hún kom í mark á tímanum 15,51 sek. Þá var Ingeborg Eide Garðarsdóttir með sinn besta árangur á árinu í kringlu í flokki 37 þegar hún kastið kringlunni 15,66 metra, Íslandsmet hennar í flokknum er 16,31m.

Mynd/ KJ: Hulda Sigurjónsdóttir í kringlukastkeppninni í Berlín í gær.