Tilþrifamyndband frá Sochi



Nú þremur mánuðum eftir að Vetrarólympíumóti fatlaðra lauk í Sochi í Rússlandi hefur Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) gefið út þriggja mínútna langt myndband um leikana.

Um er að ræða þriggja mínútna stuttmynd af öllu því helsta sem fram fór í Sochi en Vetrarólympíumótið segir Sir. Phil Craven forseti IPC vera það stærsta og besta til þessa. Tæplega 320.000 miðar voru seldir á mótið og fjöldi þátttökuþjóða aldrei meiri en nú. Eins og áður hefur komið fram hér á ifsport.is átti Ísland tvo keppendur á mótinu, þau Jóhann Þór Hólmgrímsson og Ernu Friðriksdóttur sem bæði kepptu í alpagreinum á mono-skíðum.