Íþróttasamband fatlaðra hefur valið fjóra sundmenn sem keppa munu fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í ágústmánuði. Mótið fer fram í Eindhoven í Hollandi dagana 4.-10. ágúst næstkomandi. Ísland sendir einn karl og þrjár konur á mótið.
Íslenski hópurinn á EM 2014:
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR - flokkur S6
50, 100 og 400m skriðsund
100m bringusund
50m flugsund
200m fjórsund
Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir - flokkur S14
200m skriðsund
100m baksund
100m bringusund
200m fjórsund
Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Fjörður/Breiðablik - flokkur S14
200m skriðsund
100m bringusund
200m fjórsund
Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður/SH - flokkur S14
200m skriðsund
100m baksund
100m bringusund
200m fjórsund
Þjálfarar í ferðinni verða Kristín Guðmundsdóttir landsliðsþjálfari ÍF í sundi og Ragnar Friðbjarnarson þjálfari hjá Fjölni.
Keppnisdagskrá EM í sundi 2014
Heimasíða IPC – sund