Jón stórbætti Íslandsmetið í 400m fjórsundi



Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, er nýkominn heim frá Danmörku þar sem hann var við æfingabúðir og keppni en um mánaðarmótin tók hann þátt í Danish International Swim Cup. Jón stórbætti þar metið sitt í 400m. fjórsundi í 25m. laug þegar hann kom í bakkann á 4:51,03 mín. Gamla metið var 4:55,63 mín. og hafði staðið frá því í mars á síðasta ári. Jón á nú Íslandsmet í öllum greinum þroskahamlaðra karla í 25m. laug nema í 50, 100 og 200 baksundi en þau á Asparmaðurinn Gunnar Örn Ólafsson og standa þau öll síðan 2004!
 
Erlendum verkefnum Jóns er lokið í bili en hann heldur nú inn í langt og strangt sumar í undirbúningi sínum fyrir Evrópumeistaramótið í sundi sem fram fer í Hollandi dagana 4.-10. ágúst næstkomandi.

Mynd/ Eva Björk - Jón var í fantaformi í Danmörku á dögunum en hér er hann með gullverðlaunin sín frá Ólympíumótinu í London 2012.