Íslandsmót ÍF í frjálsum og bikarmót ÍF í sundi fóru fram laugardaginn 7. júní síðastliðinn. Frjálsíþróttamótið fór fram í blíðskaparviðri á Laugardalsvelli þar sem nokkur Íslandsmet litu dagsins ljós. Þá varð Fjörður bikarmeistari í sundi sjöunda árið í röð!
Stefanía Daney Guðmundsdóttir frá Eik setti tvö ný Íslandsmet í frjálsum, langstökki og spjótkasti, og þá var Hulda Sigurjónsdóttir með nýtt Íslandsmet í kringulkasti (sjá úrslit í frjálsum).
Fjörður hafði öruggan sigur í bikarkeppninni með 12.922 stig en það var Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR sem setti þrjú ný Íslandsmet á mótinu. Lokastaða bikarkeppninnar:
Ívar 2.036
Fjölnir 3.104
Nes 5.696
Ösp 6.054
ÍFR 7.755
Fjörður 12.922
Nánar verður greint frá mótunum í Hvata sem kemur út síðar í júnímánuði.
Úrslit í þríþraut ungmenna:
(allir keppendur hlutu þátttökuverðlaun)
60m hlaup (vindur 3,03)
Sigurvin, Nes - 13,98
Andri Þ. Gunnarsson, Nes - 14,79
Viktor Ingi Elíasson, Nes - 11,12
Erlingur Ísar Viðarsson, ÍFR - 12,21
Hafliði Hafþórsson - 11,84
Hilmar Björn Zoega - 15,21
Matthías Einarsson, Eik - 10,71
Boltakast
Sigurvin, Nes - 10,69m
Andri Þ. Gunnarsson, Nes - 10,40m
Viktor Ingi Elíasson, Nes - 12,06m
Erlingur Ísar Viðarsson, ÍFR - 14,26m
Hafliði Hafþórsson - 14,33m
Hilmar Björn Zoega, 25,42m
Matthías Einarsson, Eik - 17,24m
Langstökk
Matthías Einarsson, Eik - 2,80m
Hilmar Björn Zoega - 2,15m
Hafliði Hafþórsson - 2,44m
Erlingur Ísar Viðarsson, ÍFR - 2,50m
Viktor Ingi Elíasson, Nes - 2,05m
Andri Þ. Gunnarsson, Nes - 1,75m
Sigurvin, Nes - 1,80m
Myndir/ Á efri myndinni eru bikarmeistarar Fjarðar með Blue Lagoon bikarinn og á þeirri neðri er Guðlaugur Ágústsson að afhenda Huldu Sigurjónsdóttur gullverðlaunin sín fyrir sigur í kringlukasti og nýtt Íslandsmet þar á ferðinni.