Jósep Sigurjónsson lét af formennsku hjá Akri á aðalfundi Akurs þann 21.maí síðastliðinn. Nýr formaður var kjörinn Vigfús Jóhannesson. Jósep hefur verið formaður Akurs frá árinu 1990 eða í alls 24 ár og hefur skapað sér mikla virðingu innan íþróttahreyfingar fatlaðra.
Hann hefur verið ötull við að berjast fyrir málefnum sinna félagsmanna og þar hefur ekkert verið gefið eftir. Hann hefur ekki síst verið góður félagi sem hefur lífgað upp á fundi og samkomur og skapað starfsfólki ÍF endalausa gleði með sínum einstöku orðatiltækjum. Hann mun án efa áfram láta í sér heyra en um leið og Jósep eru þökkuð áratuga gæfurík störf fyrir Akur og íþróttahreyfingu fatlaðra, er nýr formaður boðinn velkominn til starfa.