Ösp sigursæl á Íslandsleikunum



Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram á KR-vellinum um síðustu helgi. Heimir Hallgrímsson aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í knattspyrnu sá um upphitun og í mótslok sá landsliðsþjálfarinn Lars Lagerback um verðlaunaafhendinguna.

Þrátt fyrir rigningarsudda létu keppendur ekki deigan síga, Ösp hafði sigur í flokki getumeiri liða og í flokki getuminni liða en þar sigraði Ösp 2.

Lögreglumenn hlupu með logandi kyndil frá alþingishúsinu að keppnissvæði KR í Law Enforcement Torch Run. Tveir lögreglumenn, Guðmundur Sigurðsson og Gunnar Schram mun hlaupa kyndilhlaup ásamt lögreglumönnum í Evrópu fyrir Evrópuleika Special Olympics í Antwerpen í september.

Úrslit mótsins má sjá hér á heimasíðu KSÍ

Myndir/ Efri myndin er frá leik á SO-leikunum en sú neðri er af Heimi og Lars ásamt þeim Guðmundi og Gunnari. Nánar verður fjallað um Íslandsleikana í knattspyrnu og verkefni þeim tengdum í Hvata í júnímánuði.