Arnar kvaddi Sviss með Íslandsmeti í maraþoni



Arnar Helgi Lárusson er væntanlegur heim til Íslands á næstu dögum en hann hefur mest allan maímánuð verið staddur úti í Sviss við æfingar og keppni. Í gær, sunnudag, tók Arnar Helgi þátt í sínu fyrsta hjólastólamaraþoni á alþjóðlegu móti og hafnaði hann í 11. sæti á tímanum 2:03:12,30 klst. Arnar keppir í flokki T53.

Arnar setti alls níu ný Íslandsmet á mótinu ytra en hann hefur frá árinu 2012 rutt braut Íslands í hjólastólakappakstri. Heimasíða ÍF náð eldsnöggu tali af Arnari sem sagði: „Þetta er mjög gott, allt í rétta átt.“

Mynd/ Arnar Helgi setti þessa mynd inn á Facebook-síðuna sína eftir maraþonið og við myndina stóð: „Svona lítur maður út eftir að vera búinn að setja nýtt Íslandsmet í maraþoni 42,2 km á 2:03,12,30 sem er frábær bæting. Fyrri hringurinn á 1:05,03 og seinni á 58,10.“