Íþróttasamband fatlaðra er 35 ára í dag




Íþróttasamband fatlaðra er 35 ára í dag en sambandið var stofnað þann 17. maí árið 1979.

Hlutverk ÍF
    •    Hafa yfirumsjón með þeim íþróttagreinum sem fatlaðir stunda á Íslandi
    •    annast útbreiðslu- og fræðslustarf varðandi íþróttir fatlaðra
    •    vera fulltrúi Íslands varðandi erlend samskipti er tengjast íþróttamálum fatlaðra
    •    gæta hagsmuna allra þeirra fötlunarhópa sem eru innan Í.F. en þeir eru:
Þroskahamlaðir, hreyfihamlaðir, sjónskertir, blindir og heyrnarlausir/skertir.