NM hópurinn kemur heim í kvöld



Ísland tók þátt í Norðurlandamótinu í boccia sem fram fór í Svíþjóð um helgina. Alls sendi Ísland sjö keppendur til leiks en að þessu sinni komust íslensku keppendurnir ekki á verðlaunapall. Íslenski hópurinn kemur heim í kvöld og bítur í skjaldarrendur og mætir tvíelfdur til leiks 2016 þegar næsta Norðurlandamót fer fram en NM í boccia fer fram á tveggja ára fresti og var haldið á Íslandi 2012.
 
Fulltrúar Íslands á NM í boccia voru:
 
Klassi 1 með rennu: 
    
Þorsteinn Sturla Gunnarsson, ÍFR
Kristján Vignir Hjálmarsson, Ösp
 
Klassi 3:                            
Sigrún Björk Friðriksdóttir, Akri
Gunnar Karl Haraldsson, Ægir
 
Klassi 4:                            
Guðrún Ólafsdóttir, Akri
Hjalti Bergmann Eiðsson, ÍFR
Eðvarð Sigurjónsson, Nes

Nánar verður fjallað um Norðurlandamótið í boccia í Hvata sem kemur út í júní næstkomandi.

Mynd/ Hjalti Bergmann Eiðsson frá ÍFR var á meðal keppenda á NM þetta árið.