Sumarið ber í skauti sér tvö stór Evrópumeistaramót þar sem íslenskir íþróttamenn úr röðum fatlaðra munu láta til sín taka. Í dag eru 100 dagar þangað til Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum fer fram í Swansea en EM fatlaðra í sundi rauf 100 daga múrinn fyrir skemmstu.
Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í Eindhoven í Hollandi dagana 4.-10. ágúst næstkomandi en EM í frjálsum fer fram 18.-23. ágúst.
Íslenskt íþróttafólk stefnir hraðbyr inn á mótin og þegar hafa nokkur verkefni sem liður í undirbúningi átt sér stað eins og opna breska meistaramótið í sundi og þá er Arnar Helgi Lárusson staddur í Sviss að keppast við að ná lágmörkum fyrir EM í frjálsum og fleiri á útleið í kappi við lágmörkin.
Nánar um EM í frjálsum hér
Nánar um EM í sundi hér
Mynd/ Arnar Helgi er mættur til Sviss og æfir þar af kappi þessa dagana og tekur þátt í nokkrum alþjóðlegum mótum um leið. Hægt er að fylgjast nánar með Arnari hér.
Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í Eindhoven í Hollandi dagana 4.-10. ágúst næstkomandi en EM í frjálsum fer fram 18.-23. ágúst.
Íslenskt íþróttafólk stefnir hraðbyr inn á mótin og þegar hafa nokkur verkefni sem liður í undirbúningi átt sér stað eins og opna breska meistaramótið í sundi og þá er Arnar Helgi Lárusson staddur í Sviss að keppast við að ná lágmörkum fyrir EM í frjálsum og fleiri á útleið í kappi við lágmörkin.
Nánar um EM í frjálsum hér
Nánar um EM í sundi hér
Mynd/ Arnar Helgi er mættur til Sviss og æfir þar af kappi þessa dagana og tekur þátt í nokkrum alþjóðlegum mótum um leið. Hægt er að fylgjast nánar með Arnari hér.