Tvö Íslandsmet á Opna þýska



Opna þýska meistaramótið í sundi fór fram um síðastliðna helgi í Berlín. Jón Margeir Sverrisson setti þar tvö ný Íslandsmet. Fleiri íslenskir sundmenn úr röðum fatlaðra tóku þátt í mótinu en þar má nefna Vöku Þórsdóttur úr Firði sem átti gott mót en einnig kepptu þar Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður, Vignir Gunnar Hauksson, ÍFR og Ragnar Ingi Magnússon, Fjörður.

Íslandsmet Jóns Margeirs í Berlín

100m skriðsund - Jón Margeir Sverrisson, S14

54,47 sek.

800m skriðsund - Jón Margeir Sverrisson, S14
8.53,13 mín. *

*Tíminn í 800m skriðsundi hjá Jóni er einnig heimsmet hjá INAS-Fid sem eru heimssamtök þroskahamlaðra íþróttamanna. 800m skriðsund er þó ekki grein sem þroskahamlaðir keppa í á vegum Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) og því sér IPC ekki um skráningar þessara tíma heldur INAS-Fid.

Mynd: Roger Lindberg - Jón Margeir stingur sér til sunds á Opna þýska.