Fjórir íslenskir sundmenn standa nú í ströngu á opna breska meistaramótinu í Glasgow og þegar hafa fimm Íslandsmet litið dagsins ljós. Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, var í stuði í bringusundinu í gær og setti tvö ný Íslandsmet og Jón Margeir Sverrisson setti eitt nýtt met í 100m skriðsundi. Í morgun setti Thelma svo tvö met til viðbótar í 200m fjórsundi en Thelma keppir í flokki S6 sem er einn af tíu flokkum hreyfihamlaðra.
Íslandsmetin sem komin eru á opna breska:
100m skriðsund
Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, S14 - 55,20 sek.
100m bringusund
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, S6 - 2:03,17 mín.
50m bringusund
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, S6 - 57,83 sek.
200m fjórsund
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, S6 - 3.41,93 mín.
50m flugsund (hluti af 200 fjór hjá Thelmu)
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, S6 - 49,81 sek.
Á Facebook-síðu ÍF er fylgst grannt með gangi mála á opna breska.
Mynd/ Sverrir Gíslason - Thelma Björg ásamt Kristínu Guðmundsdóttur sem er annar af tveimur landsliðsþjálfurum Íslands í sundi.