Íslands- og Hængsmót fóru fram um helgina á Akureyri en keppt var í boccia, borðtennis og lyftingum. Heimamenn í Eik urðu Íslandsmeistarar í sveitakeppninni í boccia en sigursveitina sem bar nafnið Eik-D skipuðu þau Magnús Ásmundsson, María Dröfn Einarsdóttir og Stefanía Daney Guðmundsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem titillinn fer Norður en síðast varð sveit frá Akri á Akureyri Íslandsmeistari í 1. deild árið 2006.
Akursmen voru svo sigursælir í borðtenniskeppninni og Suðrakonur vöktu verðskuldaða athygli í lyftingakeppninni þar sem Hulda Sigurjónsdóttir setti þrjú ný Íslandsmet í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju.
Framkvæmd mótanna var Akri og liðsmönnum Lionsklúbbsins Hængs til mikillar fyrirmyndar og góður rómur gerður að mótinu.
Nánari tíðindi af mótinu koma síðar en hér að neðan gefur að líta myndband þegar Hulda Sigurjónsdóttir, Suðri, setti nýtt Íslandsmet í réttstöðulyftu er hún henti upp 110kg.
Mynd/ Jón Björn: Sigursveit Eik-A í 1. deild í sveitakeppninni í boccia.