Sex met féllu í Laugardal um helgina



Fjögur Íslandsmet féllu á Íslandsmóti ÍF í sundi um nýliðna helgi. Eitt í einstaklingsgrein og þrjú í boðsundi.

Kolbrún Alda Stefánsdóttir, S14 Firði setti Íslandsmet í 50 m bringusundi þegar hún synti á tímanum 0:39,35. Svo voru það félagar hennar í Firði sem settu þrjú Íslandsmet í boðsundi.

Kvennasveit Fjarðar í 4*100 m fjórsundi, á tímanum 6:05,02 þetta voru þær: Kristín Á. Jónsdóttir, Kolbrún A. Stefánsdóttir, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Þóra M Fransdóttir
Karlasveit Fjarðar í 4 *100 m fjórsundi, á tímanum 6:04,17, þetta voru þeir: Ragnar I. Magnússon, Adrian Erwin, Róbert Í. Jónsson og Ásmundur Þ. Ásmundsson
Karlasveit Fjarðar í 4*100 m frjálsri aðferð á tímanum 5:02,05, þetta voru þeir Róbert I. Jónsson, Ásmundur Þ. Ásmundsson, Adrian Erwin og Ragnar I. Magnússon.

Þá féllu tvö Íslandsmet á Íslandsmóti ÍF í frjálsum íþróttum sem fram fór í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR, bætti Íslandsmetið sitt í langstökki í flokki F37 er hún stökk 4.15 metra. Kristófer Fannar Sigmarsson, Eik, bætti Íslandsmetið í langstökki í flokki F20 karla er hann stökk 5,74 metra.

Mynd/ Frá verðlaunaafhendingu í frjálsum um helgina en hér eru komnar saman þær Matthildur Ylfa, Ingeborg og Bergrún en allar keppa þær í flokki F/T 37 sem er flokkur spastískra. Með þeim á myndinni er Óli Már fulltrúi frá Lionsklúbbnum Víðarri en Víðarr gefur öll verðlaun á Íslandsmótum ÍF og hefur gert um árabil!